Upplýsingar um parket
-
Gegnheilt parket
Gegnheilt parket er sérlega fallegt og endingargott gólfefni ef það er keypt frá viðurkenndum framleiðanda. Ákveðin tilfinning fylgir því að vera með gegnheilt parket á gólfinu. Það er lítið mál að pússa gólfið eða endurlakka og þar með gera það eins og nýtt, en mælt er með að það sé gert með nokkurra ára millibili. Þú getur breytt um áferð og lit í hvert skipti og notið nýjungarinnar til hins ýtrasta. Egill Árnason býður upp á hágæða gegnheil gólfefni frá Junkcers í Danmörku og Schwarzer. Hægt er að fá gólfin í fjölmörgum mismunandi viðartegundum og með mismunandi grófri flokkun, allt eftir hvaða útliti þú leitar að.
Meðal viðskipta vina okkar í gegnheilu parketi má nefna
Fjármálaráðuneytið
Gamma Management
Jómfrúin Veitingastaður
Sæta Svínið Veitingastaður
American Bar
Apótek Restaurant
Kol Veitingastaður
Geysir Haukadal
Bryggjan veitingastaður Akureyri
Ásamt fjölmörgum fleirum
Gólfin frá Junckers koma í tveimur þykktum, annars vegar 14mm og hins vegar 22mm þykk. í öllum tilfellum eru þau fullþurkuð og tilbúin til undir lögn. Hér að neðan er eingöngu farið yfir gegnheilt Eikarparket, en við getum að sjálfsögðu útvegað flest allar tegundir í fjölmörgum þykktum t.d. Ask, Hlyn, Beyki, Merbau, Jatoba og fjölmargar fleiri.
Classic er sá flokkur sem er mest valinn og hefur því minnst að kvistum og öðrum litbrigðum. Dæmi um Eik Classik má sjá hér að ofan, en athugið að myndin gefur eingöngu hugmynd hvernig flokkunin er þar sem um er að ræða náttúrlegt efni.
Vantar Mynd
Harmony er flokkur sem að hefur að geyma kvisti og litbrigði eins og þau gerast best frá náttúrunnar hendi. Eins og nafnið gefur til kynna samsvarar efnið sér einstaklega vel Það er þó búið að velja út stærstu kvistina og mest áberandi litamuninn. Dæmi um Eik Harmonyy má sjá hér að ofan, en athugið að myndin gefur eingöngu hugmynd hvernig flokkunin er þar sem um er að ræða náttúrlegt efni.
Vantar Mynd
Variation er sá flokkur sem er með miklum kvistum og í raun tekinn beint frá náttúrunnar hendi. Efnið er mikið kvistað og hefur einnig litablöndu sem gefur mikin svip. Dæmi um Eik Variation má sjá hér að ofan, en athugið að myndin gefur eingöngu hugmynd hvernig flokkunin er þar sem um er að ræða náttúrlegt efni.
Í öllu efni frá Junckers og Schwarzer þá er hægt að fá fjórar mismunandi yfirborðsáferðir,
Lakkað
Matt lakkað
Olíuborið
Ómeðhöndlað, kemur forslípað og fylltFyrir þá sem vilja gegnheila planka bjóðum við einnig upp á gott úrval frá Junkcers og Schwarzer. Gegnheila plankaparketið frá Junckers kemur í 20,5mm þykkum borðum og er 18cm breitt, þegar Schwarzer efnið er til á lager í 16mm þykkum og 14mm breiðum plönkum.
Í gegnheilum plönkum eru flokkarnir tveir, Eik Harmony/Rustik og Eik Variation/Natur
Eik Harmony/Rustik í plönkum er líkt og stafaparketið með nokkuð af kvistum en gott jafnvægi í litasamsetningu.
Eik Variation/Natur er hins vegar meira valið og því lítið um kvisti eða önnur litbrigði
-
Plankaparket
Þegar talað er um plankaparket er átt við planka sem eru a.m.k. 12,7 cm breiðir. Gólfborðin eru ýmist í fallandi lengdum eða föstum og eru 15-22 mm þykk. Í þessum flokki er vöruúrvalið með eindæmum. Ef þú ert að leita að náttúrulegu, sígildu eða tískugólfefni ættir þú að líta á þennan flokk.
Hérna áður fyrr þegar talað var um plankaparket var eingöngu átt við gegnheila planka. Nú nýlega hafa framleiðendur okkar byrjað á því að framleiða krosslímd, breið borð sem hægt er að leggja fljótandi. Við höfum kosið að kalla krosslímd, breið borð sem hægt er að leggja fljótandi; plankaparket.
Hreyfingin á gegnheilum plankagólfum getur verið mikil en hún er u.þ.b. helmingi minni á krosslímda plankaparketinu. Því ætti fólk að hugsa sig vandlega um áður en fjárfest er í gólfefnum eins og þessum. Ástæðan er einföld en það er nánast enginn sjáanlegur munur á gegnheilum plankagólfum og krosslímdum plankagólfum.
-
Fljótandi parket
Fljótandi parket hefur nafnið sitt af því að það er oftast lagt ofan á undirlag án þess að það sé límt við undirgólfið. Efnið flýtur því ofan á undirgólfinu sem gerir það einstaklega auðvelt í lögn og frágangi.
Fljótandi parket er krosslímt/lagskipt parket í 3 lögum.
1. Yfirborðið er með 3-4 mm viðarspónlagi
2. Millilag úr furu eða annari tegund harðviðar 8-9 mm
3. Botn úr furutré 2-3 mmOkkar helsti birgi í krosslímdu parketi eru Baltic Wood og Wicanders
Baltic Wood er einn nýjasti og hraðast vaxandi framleiðandinn í heiminum í dag á krosslímdu parketi. Tækin sem Baltic Wood nota til framleiðslu á eru af nýjustu gerð og framleiðslan því afar góð.
Við bjóðum upp á yfir 200 tegundir frá Baltic Wood í dag og eru allar gerðir að sjálfsögðu með furu viðarlæsingu sem að frábært er að leggja
Ef þú ert í einhverjum vafa hvaða tegund af parketi þú átt að kaupa, þá minnum við á að Baltic Wood býður 30 ára ábyrgð af öllu parketi.
Helstu verk í spónlögð viðargólfum má nefna
Eik Fasteignafélag
Ríkisskattstjóri
Strikið Akureyri
Feldur verkstæði
Te og Kaffi
Sjávarútvegsráðuneytið
Og fjölmargir fleiri
-
Iðnaðarmenn
Parketlögn
Nafn
Fyrirtæki
Sími
Netfang
Benidikt Á. Guðmundsson Horn í Horn ehf 8996797 F.í.p. hornihorn@hornihorn.is Bryngeir Jónsson Parketgæði ehf. 8939131 F.í.p. parketgaedi@simnet.is Friðrik Már Bergsveinsson PM ehf. Parketmeistarinn 8928862 F.í.p. fridrik@pm.is Gunnar Örn Rúnarsson Fagsmíði 5403900 M.I.H fagsmidi@fagsmidi.is Óskar Sigurbjörnsson 6967696 F.í.p. rakso@internet.is Hjálmar Guðmundsson HG og hinir ehf 8937763 F.í.p. hjakol@simnet.is Ingvar Hilmarsson Gæðagólf ehf 8997720 F.í.p. ingvar@heimsnet.is Jón Einarsson Stafagólf ehf 8962700 F.í.p. jarlj@simnet.is Logi Már Einarsson Alpark ehf 8936560 F.í.p. alparkehf@torg.is Pétur Davíðsson Gæðagólf ehf 8988158 F.í.p. ingvar@simnet.is Ríkharður Rúnarsson Parketsmiðjan 8994335 F.í.p. Rúnar Þorsteinsson Rúnar Þorsteinsson 8970922 F.í.p. Sigurfinnur Þorsteinsson Stigar & Gólf 8982632 F.í.p. steinth@internet.is Þorsteinn Geirsson Falleg gólf ehf 8981107 F.í.p. golfslipun@isl.is Þorsteinn Sigurfinnsson Stigar & Gólf 8636418 F.í.p. steinth@internet.is Þorteinn Þorsteinsson Steini Steina ehf 8979957 F.í.p. stonegarden@simnet.is Flísalögn
Nafn
Fyrirtæki
Sími
Netfang
Andri Þór Óskarsson Flísarinn 8446570 flisarinn@flisarinn.is Þorsteinn H. Ingibergsson Byggingafélagið Strúctor 8936994 Kristófer Zalewski Múr og Menn 6906644 Baldur Hermannsson B. Hermannsson 8934373 Guðmundur Hallsteinsson Múr og Terrazzólagnir 8934447 Gísli Kvaran Gísli og Kristján Sf 8971905 Kristján Hannibalsson Gísli og Kristján Sf 8971805 Steindór Friðriksson Flísameistarinn 8483737 Sumarliði Þorvaldsson Tré og Múrþjónustan 8617414 Trausti Eysteinsson Flísalagnir.is 6948100 trausti@flislagnir.is Jón Þór Einarsson Flísavinir Ehf 6630100 jonor@heimsnet.is Bjarni Bjarnason Flísar og Flot Ehf 6989287 bjarni63@hotmail.com Trausti Eysteinsson Flísalagnir.is 6948100 trausti@flislagnir.is Bjarni Þór Einarsson Listlagnir.is 6931415 bjarni@listlagnir.is Gunnar Ólafsson Gunnar Ólafsson 6904000 Hurðauppsetning
Nafn
Fyrirtæki
Sími
Netfang
Gunnar Örn Rúnarsson Fagsmíði 5403900 fagsmidi@fagsmidi.is Hreinn Rósmann Guðmundsson Gáttir ehf 8961672 Utanhússklæðningar
Nafn
Fyrirtæki
Sími
Netfang
www.fjalir.is Fjalir.ehf -
Atriði sem vert er að hafa í huga
Undirstaðan
Það fyrsta sem huga þarf að þegar leggja skal gegnheilt parketgólf er réttleiki undirgólfsins. Ekki er æskilegt að skekkja sé meiri en tveir til þrír millimetrar á tveggja metra langri réttskeið. Gæta þarf sérstaklega að því að ekki séu brekkur upp að veggjum og að ekki séu kröpp brot, “bollar eða kúlur” í gólffletinum.Aðgæta þarf styrk og viðloðun gólfsins mjög vel. Það er góð regla að líma niður prufur á nokkra staði á gólfinu með parketlími og rífa þær upp eftir u.þ.b. einn sólarhring. Tekur styttri tíma ef notað er tveggja þátta lím, 7-8 tímar. Meta má nokkurn veginn viðloðun gólfsins af því hve erfitt er að rífa prufuna upp og hvað fylgir með af ílögninni eða hvort límið slitnar eitt og sjálft. Það er aldrei góð regla að líma ofan ámáluð gólf, málning hefur oft litla viðloðun við ílögnina og þá gildir einu hversu vel parketið límist við málninguna, hætta er á að allt losni frá ílögninni með tímanum. Hafa ber einnig í huga að flotefni sem kunna að hafa verið notuð til að leggja í gólf að öllu leyti eða til minni lagfæringa eru æði misjöfn að þéttleika og gæðum. Mörg efni setja upp á yfirborðið einskonar skilefni sem liggur eins og duft á yfirborðinu þegar það hefur harðnað og er laust í sér. Í þannig tilfellum þarf skilyrðislaust að slípa það burt, best er að nota hæggenga hringskífuvél, 150 snúninga og slípidisk, grófleika 24-40. Flotefni eða ílögn sem er laus í sér þarf skilyrðislaust að grunna. Best er að leita til fagaðila þegar ákvarða skal með grunnefni því það getur verið mismunandi hvaða grunnur hentar við mismunandi aðstæður.
Rakastig
Einn mikilvægasti þátturinn í sambandi við parketlagnir er að gæta að rakastigi. Þá er ekki eingöngu átt við loftraka heldur líka, og ekki síður rakastig gólfplötunnar sem leggja skal á og rakastig parketsins sem á að leggja. Rakastig þessara þriggja hluta verður að virka saman ef allt á að vera í lagi. Loftraki íbúðarhúsnæðis á Íslandi er að meðaltali um 40% og nmiðað við þann lofraka þarf parketið að vera um 8% að rakastigi til að jafnvægi haldist og parketið hreyfi sig ekki. Við langvarandi hækkun eða lækkun rakastigs andrúmsloftsins þrútnar eða rýrnar parketið.
Mikilvægt er aðgæta vel rakastig plötunnar sem líma skal á. Reikna má með að venjuleg gólfplata sé um 1 ½ ár að ná því marki að hún sé komin í 70% hlutfallsraka, hér eftir nefnt HR. sem eru þau mörk sem miða ver við þegar líma skal niður gegnheilt parket. Hægt er að miða við um 80% HR. ef leggja skal fljótandi parket, æskilegt er þó að leggja alltaf þolplast undir sem rakavarnarlag í nýjum húsum, sjá hér á eftir. Þegar talað er um þann tíma sem það tekur gólfplötu að þorna ber að miða við þann tímapunkt þegar byggingu er lokað og hiti kemst á því það skeður lítið sem ekkert í þornun plötunnar meðan byggingin stendur opin og ókynt.
Þar sem byggingahraði hefur aukist mjög mikið á undanförnum árum þarf nánast orðið undantekningalaust að rakagrunna plötur í nýbyggingum. Þetta er vegna þess að fullnægjandi rakaútskilun hefur yfirleitt ekki átt sér stað þegar kemur að því að leggja parket. Við, sem störfum sem atvinnumenn í parkelögnum höfum það að markmiði að rakastig plötu sé ekki meira en 70% HR. þegar parket er límt á hana. Þannig er nokkuð tryggt að ekki verði rakabreytingar í efninu af völdum gólfraka þegar fram líða stundir. Hægt er að notast við rakavarnarlag sé raki yfir þeim mörkum en þó innan vissra marka.
Ef leggja á fljótandi parket skal notast við þolplast sem breitt er yfir allan gólfflötinn og skarað um ca. 20 cm. Gott er að setja límband á samskeytin. ATH! Ef leggja skal fljótandi parket ofan á gólf með gólfhita skal skilyrðislaust breiða þolplast á gólfið hvað sem rakastigi plötunnar líður. Þetta er gert til þess að jafna hitadreyfingu gólfsins.
Ef leggja á gegnheilt niðurlímt parket þarf að rakagrunna gólfið. Nota má t.d. Deka Top rakagrunn og skal honum þá rúllað þannig á gólfið að hann myndi samfellda filmu á öllu gólfinu. Athugið að fara vel eftir leiðbeiningum um notkun hans. Ef gólfraki er yfir 80% HR. er ekki ráðlegt að nota grunninn og verður þá að fresta framkvæmdum þar til gólfið hefur náð því marki ef tryggja á að allt gangi upp. Athugið að fjarlægðin milli 70 og 80% HR. í steypuraka er meiri en tölurnar gefa til kynna.
TIL ATHUGUNAR! Í nýju húsnæði þar sem rakaútskilun á sér ennþá stað bæði frá veggjum og gólfi skal ALDREI yfirgefa íbúð til langs tíma með alla glugga lokaða. Við þessar aðstæður safnast raki upp í húsnæðinu og veldur rakabreytingum á viðarverki. Dæmi eru til þess að eigendur nýrra íbúða hafi farið erlendis um lengri eða skemmri tima og lokað öllum gluggum á meðan og komið að parketinu eins og “bárujárni” þegar þeir koma heim aftur. Hafið því alltaf smá rifur á gluggum þegar þið yfirgefið heimilið um lengri tíma til að eðlileg loftskifti geti átt sér stað.
Hafa þarf í huga að viðargólf er í raun “lifandi” og sveiflast fram og til baka eftir rakasveiflum umhverfisins. Á rakasta tíma ársins þenja gólfin sig, rýmið eykst, og á þurrasta tíma ársins rýrna þau, rýmið minnkar. Heppilegast er að halda rakastigi í íbúðarhúsnæði á bilinu 35-45%. Með því er nokkuð tryggt að gólfin haldist í jafnvægi og ekki komi til rýrnunar, með tiheyrandi rifumyndunum milli borða eða þenslu, sem í verstu tilfellum getur endað með því að gólfið lyfti sér á köflum upp í bungur. Það má benda á það að í gegnum árin hafa kvartanir undan rýrnun komið á bilinu nóvember til mars, þetta er sá tími sem við kyndum húsin hvað mest og loftið verður þurrt sem endar með því að timbrið fer að gefa loftinu raka. Undirritaður hefur mælt allt niður í 18% raka loftraka í húsi þar sem kvartað var undan rifumyndun í gólfi. Á móti koma kvartanir undan þenslu í gólfum á tímabilinu júlí til september, þessum tíma þar sem raki er hvað mestur. Það er því góð regla fyrir fólk sem er með parketgólf í húsnæði sínu að hafa rakamæli og fylgjast með rakastigi og gera ráðstafanir ef loftraki fer að fara eitthvað verulega úr skorðum í lengri tíma.
Niðurlagnig parketgólfa
Varast ber að líma parketið niður strax og það kemur í hús, það þarf að fá að standa í rýminu og ná umhverfishita. Gegnheilt parket er yfirleitt úr þéttum og hörðum viðartegundum og það er góð regla að láta það standa í líminu í tvær til þrjár vikur áður en það er slípað. Með þessu verklagi má einnig telja víst að viðurinn hafi náð að aðlaga sig umhverfi sínu og hætta á hreyfingu sé hverfandi. Athugið að það er til lítils að láta efnið standa í þéttum pakningum í rýminu þar sem það skal lagt, jafnvel í þéttum plastumbúðum því að þá nær það ekki aðlögun að rakastigi umhverfisins. Betra er að byrja að líma það á gólfið þegar það hefur náð umhverfishita og gefa því síðan aðlögun á gólfinu ofangreindan tíma.
Hljóðeinangrun
Hljóðeinangrandi undirlag er efni sem farið er að nota í ríkum mæli og ber skylda til að nota í fjölbýli. Undir fljótandi parket er það lagt laust eins og hvert annað undirlag en í niðurlímdu parketi er það fyrst límt niður á steininn og parketið síðan ofan á það. Gefnar eru upp nokkrar tegundir af lími sem nota má til að líma undirlagið niður með en þeim sem þessi orð ritar hefur reynst best að nota Uzin MK-92 tveggja þátta parketlím. Eins og áður er getið er þetta lím sem ekki gefur frá sér neina spíra eða rakuppgufun og er því ekki hætta á að undirlagið bretti sig upp á samskeytum svo sem stundum vill verða þegar notuð eru einþátta lím sem gefa frá sér uppgufun. Nota skal dúkalímsspaða til að dreyfa líminu og valta síðan dúkinn í límið á eftir. Líma má parketið ofan á dúkinn með ofantöldum límum eða sambærilegum.
Slíping parketgólfa
Ómeðhöndluð parketgólf eru slípuð og yfirborðsmeðhöndluð með lakki, olíu eða olíuvaxi. Einnig er til að menn lúti furugólfborð. Það er ekki ætlunin hér að fara að gefa neinar þumalputtaformúlur fyrir parketslípun enda ekki svo hægt um vik. Reyndir parketslíparar hafa hverjir sínar aðferðir og það verður alltaf mat slíparans hverju sinni með hvaða grófleika af pappír skal byrja að slípa gólfið og með hverjum skal enda eða hvernig fyllt er í rifur og hvaða aðferðir eða efni menn nota til þess o.s.frv. Þetta er einfaldlega spurning um tilfinningu fyrir verkefninu sem menn öðlast með tímanum og reynslunni. Ef einhverjir vilja reyna að slípa og yfirborðsmeðhöndla gólfin sín sjálfir þá getur undirritaður ekki gefið aðrar ráðleggingar en þær að menn leyti sér góðra ráða hjá einhverjum þeim sem ræður yfir þeirri tækni og þekkingu sem til þarf.
Yfirborðsmeðhöndlun
Um yfirborðsmeðhöndlun gólfa gildir að vissu leyti það sama og að ofan er sagt um reynslu þeirra sem við þetta starfa sem atvinnumenn. Þó má gefa hér nokkur góð ráð. Í því tilfelli að gólf skuli vera olíuborið má t.d. nota Rustik olíu frá Junckers. Í fyrstu yfirferð er olían borin á gólfið með rúllu, gólfið látið drekka olíuna vel, ca 30 mín, og síðan farið yfir með rauðum filtpúða undir hæggengri bónvél, ca. 150 snúninga vél. Þá er settur hessian strigi undir filtpúðann og öll olían þurrkuð upp og gólfið látið þorna yfir nótt. Daginn eftir er ein umferð af olíu dregin á með stálspaða, farið yfir með rauðum púða og öll olían síðan þurrkuð upp með striga. Þetta er svo endurtekið einu sinni enn og að síðustu settur þurr strigi undir vélina eða nýr hvítur eða rauður púði og gólfið pólerað lokaumferð. Gólfið er síðan tilbúið til notkunar eftir u.þ.b. 24 tíma. Ofantalin aðferð gerir það að verkum að viðhald gólfsins með olíu verður með léttasta móti þar sem mikil mettun verður í gólfinu.
Ef gólfið á að vera lakkað skal í fyrstu umferð nota þynnislakk sem dregur fram öll litaafbrigði viðarins og vætir vel í viðnum t.d. Pro Seal grunnlakk frá Junckers eða sambærilegt. Yfir það má síðan nota vatnsþynnanleg lökk, mött eða glansandi t.d Juncker Matt, Ultra matt eða sambærilegt í tveimur umferðum. Mjög misjafnt er hvert verklag menn nota, sumir spaðalakka fyrstu umferð og rúlla umferðirnar þar á eftir, aðrir kjósa að draga lökkin en allt stefnir þetta að sama markinu, að skila fallegu og vel heppnuðu gólfi til neytandans. Það þarf heldur ekki að gefa vönum lakkara neina formúlu fyrir því að lakka gólf, hann einfaldlega kann það.
Hér að ofan hefur verið stiklað á stóru um eitthvað af því sem máli skiftir í sambandi við parketvinnu og er þó hvergi tæmandi.
Höfundur skjals.
Logi Már Einarsson / Alpark ehf.
-
Viðhald, lökk, olíur og lagning
Enginn veit meira um viðargólf og rétta meðhöndlun þeirra en JUNCKERS. Þess vegna getur þú treyst því að ná bestum árangri með því að nota yfirborðsefni á gólfið frá Junckers sem Egill Árnason flytur inn. Junckers hefur yfir 50 ára reynslu af framleiðslu á lakki og olíu og nú getur fyrirtækið boðið viðskiptavinum sínum upp á öll þau efni sem þarf til yfirborðsmeðhöndlunar og viðhalds og uppfyllt ströngustu kröfur um áferð gólfsins. Vöruþróunardeild Junckers er stöðugt að prófa nýjar vörur og er það önnur ástæða þess að vinsældir hinna vel þekktu og endingargóðu yfirborðsefna þeirra dvína aldrei.
Frá JUNCKERS má einnig finna mikið úrval af olíum og viðhaldsefnum fyrir olíuborið parket. Sölumenn geta gefið góða ráðleggingu um efnisval frá JUNCKERS.
Við mælum með að notuð sé Junckers yfirborðsolía í reglulegt viðhald á olíubornum gólfum, en ef gólfið hefur ekki verið olíuborið í langan tíma þá skal nota Junckers Rustic Olíu.
Junckers býður nú einnig upp á vörulínu fyrir viðarhúsgögn og sólpalla en nánari upplýsingar má finna með því að smella hér.
Helstu kostir yfirborðsefnanna frá JUNCKERS eru að þau eru auðveld í notkun og er vöruúrval sérstaklega gott. Junckers hefur aðlagað vöruúrval sitt þannig að hver og einn geti fundið vörur sem henta með tilliti til umhverfisreglugerða, veðufars, hefðar og verklags á hverjum stað.Gólflistar
Við vitum mikilvægi þess að frágangur sé allur hinn vandaðasti og þess vegna bjóðum við frágangslista og aukahluti í viðar og állistum frá Sörnsen og Progress.
www.soernsen.com – Viðarlistar og aukahlutir.
www.progressprofiles.com – Állistar og aukahlutir.