Upplýsingar um Harðparket
-
Gólflistar
Við vitum mikilvægi þess að frágangur sé allur hinn vandaðasti og þess vegna bjóðum við frágangslista og aukahluti í viðar og állistum frá Sörnsen og Progress.
www.soernsen.com – Viðarlistar og aukahlutir
.
Harðparket
Fegurðin kemur innan frá er spakmæli sem á vel við þegar rætt er um harðparketin okkar, vegna þess að það er miklu meira í boði en það sem augað greinir. Okkar efni hafa ekki eingöngu eina bestu slit og rispuvörn á markaðinum heldur er útlit og áferð framúrskarandi. Plankar sem að jafnast á við bestu verk náttúrunnar en slitþol sem flesta dreymir um. Hægt er að fá undirlag sem dempar niður hljóð um allt að 26dB.
Einstaklega sterkt yfirborð býður upp á mikinn umgang og viðhaldið er svo til ekkert þannig að það gefur fleiri tækifæri til þess að lifa lífinu lifandi. Þessir einstöku eiginleikar þýðir einfaldlega að við ábyrgjumst það að þú eignist fallegt gólf sem kemur til með að endast í mörg ár, jafnvel kynslóðir.
Harðparketin okkar eru framleidd samkvæmt ISO 9001 staðlinum og uppfyllir allar kröfur um uppgufun sem gerðar eru innan Evrópusambandsins.
Skoðaðu Balterio og Pergo hér að neðan.
Balterio:
Belgískt fyrirtæki sem skara fram úr á sínu sviði, löng og breið borð eru þeirra sér svið
Pergo:
Leiðandi á sínu sviði, enda fundu þau upp harðparketið fyrir 37 árum síðan.
http://www.pergo.com
Pergo myndbönd finnur þú hér.
http://www.youtube.com/PergoGlobal
Algengar spurningar um Balterio og Pergo harðparketið.
Get ég notað harðparket á gólf með gólfhita?
Harðparketið er hægt að nota án vandræða á gólf sem eru hituð með vatnshita gegn því að rörin séu í það minnsta 3cm undir yfirborði gólfsins og að hitastýring tryggi að hitinn fari ekki yfir 28°. Við ráðleggjum að frekari ráða sé leitað í lagningarleiðbeiningum eða hjá sölusérfræðingum Egils Árnasonar.
Get ég notað harðparket á bað eða önnur blautrými?
Harðparket getur þú yfirleitt ekki notað á blautrými að undanskildir Sensation línunni frá Pergo, þrátt fyrir að aðrar tegundir af harðparketi þoli yfirborðsraka mjög vel þá eru þær ekki vatnsheldar. Viðvarandi raki og bleyta gerir það að verkum að plankarnir bólgna upp og skemmast.
Hvernig þríf ég harðparketið?
Í verslun okkar finnur þú úrval hreinsiefna sem eru sérframleidd til að viðhalda harðparketi. Nánari upplýsingar um notkun má finna hjá sölumönnum Egils Árnasonar.
Í hvaða átt á ég að láta liggja í efninu þegar ég legg það á gólfið?
Við mælum með að efnið sé lagt í sömu stefnu og helsti náttúrulegi ljósgjafinn. Sjá nánar á teikningum.
Eru harðparketin rispufrí ?
Harðparketin okkar eru til í fjölmörgum útgáfum og um leið með mismunandi rispuþol. Við eigum harðparket allt frá almennri heimilisnotkun til mikillar verslunar og iðnaðarnotkunar. frá Class31/AC3 til Class 34/AC6
Er munur á harðparketi sem kostar 1.900.- og því sem kostar 5.900.-?
Svarið er Já, þarna munar oft gríðarlega miklu. Hágæða harðparket er með meiri pressun í milli kjarna, raunverulegri áferð á filmu, lokaðri fösun, meira höggþol, stærri læsingakerfi og oft í lengri borðum.