Upplýsingar um flísar
-
Gólfflísar
Gólfflísar
Flísar eru eitt það sterkasta gólfefni sem völ er á og mjög auðveldar í þrifum. Nú til dags er mikið um það að fólk blandi saman viðargólfi og flísum í eitt og sama rýmið, sem gefur ákveðna dýpt og sérstakt útlit. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval flísa á lager hvort sem um er að ræða forstofu, baðherbergi eða bílskúr. Og ef að þú finnur ekki það sem þú óskar í úrvali okkar þá einfaldlega sérpöntum við fyrir þig flísarnar án aukakostnaðar.
Það þarf varla að taka fram að við flytjum eingöngu inn fyrsta flokks efni frá frægustu framleiðendum heims, aðallega frá Spáni, Ítalíu og Þýskalandi.
Helstu framleiðendur okkar eru
Ariostea – Náttúruflísar og veggflísar
Apavisa – Náttúruflísar og veggflísar
Ragno – Frábærar flísar frá Ítalíu
Stone – Náttúrusteinn víðsvegar úr heiminum
Saloni – Veggflísar og gólfflísar
Trend – Mósaík frá Ítalíu
Kronos-Hágæða flísar frá Ítalíu
Gepadi-Þýskar gæðaflísar
.
-
Fylgiefni
Egill Árnason býður ávalt upp á bestu fáanlegu vöru hverju sinni og gildir það jafnt í grunnvörum sem og fylgiefnum. Við erum því stoltir að kynna nýja línu í flísalímum og fúgu þar sem það besta er eingöngu nógu gott. Fylgiefnin frá Kiesel eru þau bestu á markaðnum í dag og ef þú ert í vafa þá skaltu prófa og við endurgreiðum þér ef þú ert ekki ánægð/ur.
Hvort sem að þú þarft grunn, flísalím, fúgu, krossa, membru eða annað sem við kemur flísalögn þá eigum við það á lager og til afgreiðslu strax.
.
Flísalögn
Nafn
Fyrirtæki
Sími
Netfang
Andri Þór Óskarsson Flísarinn 8446570 flisarinn@flisarinn.is Þorsteinn H. Ingibergsson Byggingafélagið Strúctor 8936994 Kristófer Zalewski Múr og Menn 6906644 Baldur Hermannsson B. Hermannsson 8934373 Guðmundur Hallsteinsson Múr og Terrazzólagnir 8934447 Gísli Kvaran Gísli og Kristján Sf 8971905 Helgi Árnason Helgi Árnason 8936737 biskmur@internet.is Steindór Friðriksson Flísameistarinn 8483737 Sumarliði Þorvaldsson Tré og Múrþjónustan 8617414 Trausti Eysteinsson Flísalagnir.is 6948100 trausti@flislagnir.is Jón Þór Einarsson Flísavinir Ehf 6630100 jonor@heimsnet.is Bjarni Bjarnason Flísar og Flot Ehf 6989287 bjarni63@hotmail.com Trausti Eysteinsson Flísalagnir.is 6948100 trausti@flislagnir.is Bjarni Þór Einarsson Listlagnir.is 6931415 bjarni@listlagnir.is Gunnar Ólafsson Gunnar Ólafsson 6904000 Í vinnslu
.
Meðhöndlun á flísum og náttúrustein
1. Grunnhreinsun, R-efni notuð
2. Yfirborðsmeðhöndlun, S-efni notuð
3. Viðhaldsefni, P-efni notuð
4. Djúphreinsun ,R-efni notuðSteinskífa
Til að auðvelda þrif er ráðlagt að hreinsa steininn vel áður hann er fúgaður og bera svo eina umferð á steininn af P23 efninu, blandað 1:1 út í vatn. Þetta á að auðvelda grunnhreinsun á steinskífunni eftir að búið er að fúga.
1. Grunnhreinsun
R55 – öflugur hreinsir án saltsýru. Þekur; ca. 5-15m2 per lítra
R63 – öflugur hreinsir með salsýru, leysir upp fúgu. Þekur; ca. 5-15m2 per lítra
Eftir þrif þarf skífan að þorna vel, stundum nokkra daga áður en meðhöndlun er haldið áfram.
Þegar R-63 er notað er æskilegt að þrífa steinskífuna vel með heitu vatni. Ef skífan er ekki þrifin vel með heitu vatni er hætt við því að saltsýran sitji eftir á yfirborðinu og þegar yfirborðsmeðhöndlun er lokið komi hún í ljós sem hvítar rákir.2. Yfirborðsmeðhöndlun
S-34 – mött áferð sem breytir litnum á skífuni minnst. Þekur ca. 5-15m2 per lítra
S-35 – hálf mött áferð, skerpir örlítið á litnum á skífunni. Þekur ca. 5-15m2 per lítra
S-37 – glans áferð gefur skífunni glansandi áferð, hentar vel til meðhöndlunar á grófri skífu eins og t.d. Peacock. Þekur ca. 5-15m2 per lítra
Best er að nota; gólf-pensil, svamp eða mjúka tusku, þegar efnið er borið á. Athyli skal vakin á því að bera yfirborðsefnið jafnt á steinskífuna, og ráðlagðar eru 2 umferðir.
3. ViðhaldsefniP-24 – Fljótandi náttúrusápa, dagleg þrif, setjið reglulega út í vatnið , 25-50ml/10 lítrar af vatni
P-23 – Glans bjargvættur, setjið reglulega út í vatnið, mánaðarlega ca. 100-200ml/10 lítrar af vatni
4. Djúphreinsun
R-55 – hreinsar í burtu skít og drullu , Þekur ca. 5-10m2/líterin
R-80 – hreinsar í burtu eldri yfirborðsmeðhöndlun , Þekur ca. 3-5m2/líterinn
Þegar verið er að hreinsa eldri gólf er æskilegt að staðið sé vel að djúphreinsuninni, ef það er ekki gert er hætt við því að árangurinn verði ekki ásættanlegur þegar hann er endurmeðhöndlaður.Postulín- og keramikflísar, án glerungs
1. Grunnhreinsun
R63 – Steinsteypu hreinsir, hreinsar í burtu steinsteypu og fúgu. Öflugur hreinsir sem inniheldur saltsýru.
R59 – Keramik hreinsir, inniheldur saltsýru
Eftir grunnhreinsun þurfa flísarnar að þorna vel, ekki er ráðlagt að halda áfram meðhöndlun fyrr en eftir 4-5 klst í fyrsta lagi, stundum þarf að bíða lengur.2. Yfirborðsmeðhöndlun
Grundvallar undirstöðu efni:
S32W – Vatnsþynnt vörn – aukin verndun – lita breytingar á flísunum verða mjög litlar
S34 – Kísil vörn – auka verndun
* Þessi efni hafa verið sett í prófun hjá matavælaiðnaðinum og staðfest hefur verið frá þeim að þau geti ekki valdið skaða eftir að efnin hafa þornað. Þess vegna er í góðu lagi að nota þessi efni á eldhúsborðplötur og á gólf í barnaherbergjum.3. Viðhald
Dagleg þrif
P24 – Fljótandi sápa, setjið reglulega út í vatn, 25-50ml/10 lítrar af vatniIðulega mikil umferðarsvæði
P23 – Bón bjargvættur “engin skolun” bætið við út í hreint vatn, 100-200ml/10 lítrar af vatni. Skúrið fyrst með P24 vel og skúrið svo einu sinni í viðbót með P23.4. Djúphreinsun
Eldri meðhöndlun hreinsuð í burtu
R57 – Öflugur keramikflísahreinsir, hreinsar í burtu óhreinindi,skít og drullu
R54 – Öflugari hreinsir en R57, hreinsar í burtu gamla bónhúð
Æskilegt er að þrífa steininn mjög vel við djúphreinsun til þess að ásætanlegur árangur náist þegar flísarnar eru endurmeðhöndlaðar.
.