Viðarparket
Margt í umhverfi okkar er skapað til skammtímanota og endurnýjað eftir því sem straumar og stefnur breytast. Svo er ekki með viðargólf sem tekur margar aldir að þroskast úti í náttúrunni áður en unnt er að koma því inn á heimilin. Hugsa þarf vel um umhverfið til þess að hægt sé að breyta trjám í falleg viðargólf – gólf sem dást má að í áratugi.
Egill Árnason býður upp á mikið úrval af gegnheilu parketi, plankaparketi og fljótandi parketi.
Ef þú ætlar að leggja á heimilið þá skaltu skoða plankaparket og fljótandi parket, ef kröfurnar eru hins vega miklar þá gæti gegnheilt parket verið lausnin fyrir þig. Síðast en ekki síst þarftu að vita af harðparketinu sem hentar á gólf þar sem álagið er einstaklega mikið hvort sem um gæludýr eða almennan umgang er að ræða.
SKOÐA ÚRVALIÐ
Harðparket
Fegurðin kemur innan frá er spakmæli sem á vel við þegar rætt er um harðparketin okkar, vegna þess að það er miklu meira í boði en það sem augað greinir. Harðparketið okkar hefur ekki eingöngu eina bestu slit og rispuvörn á markaðinum heldur er útlit og áferð framúrskarandi. Með hágæðaframleiðslu Pergo, Balterio og Classen færðu plankar sem að jafnast á við bestu verk náttúrunnar en um leið slitþol sem flesta dreymir um. Hægt er að fá undirlag sem dempar niður hljóð um allt að 26db.
Einstaklega sterkt yfirborð býður upp á mikinn umgang og viðhaldið er svo til ekkert þannig að það gefur fleiri tækifæri til þess að lifa lífinu lifandi. Þessir einstöku eiginleikar þýðir einfaldlega að við ábyrgjumst það að þú eignist fallegt gólf sem kemur til með að endast í mörg ár, jafnvel kynslóðir.
SKOÐA ÚRVALIÐ
Flísar
Flísar eru glæsileg náttúruafurð sem fer vel á gólfum og veggjum. Náttúrusteinar og náttúruflísar eru einna vinsælastar í dag og gefa heimilinu stílhreint og fallegt yfirbragð auk beinnar tengingar við náttúruna. Flísar eru auðveldar í þrifum og endast ótrúlega vel. Við bjóðum upp á glæsilegt úrval keramikflísa, mósaíkflísa, náttúruflísa og náttúrusteins. Komdu til okkar í sýningarsalinn og nýttu þér ráðgjöf fagmanna.
SKOÐA ÚRVALIÐ
Hurðir
Ljúktu upp og þér opnast nýr heimur
Egill Árnason selur yfirfelldar innihurðir, eldvarnarhurðir, rennihurðir og glerhurðir frá Prum í Þýskalandi.
Við bjóðum einnig upp á læsingar, cylendar og húna frá Basi í Þýskalandi, en þeir eru þekktir fyrir gæðavörur á góðu verði.
Ef þú kýst þá getum við líka sett upp hurðirnar fyrir þig og hent gömlu hurðunum ef svo ber við.
Húsfélög hvetjum við til að hafa samband en við bjóðum upp á frábæra þjónustu fyrir húsfélög sem að miðar að því að klára málið frá upphafi til enda.
SKOÐA ÚRVALIÐ